Greiningardeild Kaupþings banka telur ekki ólíklegt að Landsbankinn hafi ætlað að reyna taka Carnegie yfir en vegna markaðsaðstæðna er það ekki lengur fýsilegur kostur, þá sérstaklega vegna fjármögnunarmarkaða erlendis.

Landsbankinn sendi frá sér tilkynningu í dag um að hann hyggist selja hlut sinn í Carnegie, sem er 19,8% af hlutafjár, að því gefnu að rétt verð fáist fyrir.