Thomas Möller hagverkfræðingur hefur mikla reynslu sem ráðgjafi í rekstrarstjórnun og stefnumótun og hann starfar nú við rekstrarstjórnun hjá Innnes ehf. sem er hluti af Haugen Gruppen. Thomas kennir einnig innkaupa- og vörustjórnun við Háskólann á Bifröst.

Að hans mati eru brýnustu verkefnin hérlendis á næstu árum í birgða- og rekstrarstjórnun þau að bæta vegakerfið, efla notkun upplýsingatækni, sjálfvirkrar skráningar og reiknilíkana við bestun í birgðastýringu sem og að auka rafræna skráningu vörustreymis milli fyrirtækja.

Einnig telur Thomas mikilvægt að fyrirtæki nýti sér hugmyndafræði rekstrarstjórnunar við endurhönnun vinnuferla en þar er víða tækifæri til hagræðingar og lækkunar á kostnaði hjá íslenskum fyrirtækjum.

_____________________________________

Nánar er fjallað um málið í sérblaði sem fylgir með Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum. Þeir áskrifendur sem ekki hafa sótt um aðgangsorð til að lesa blaðið á vefnum geta gert það hér .