Jón S. Helgason, endurskoðandi hjá KPMG, telur að Vilhjálmur leggi að jöfnu almennar ályktanirog rannsóknir sérstaks saksóknara.

„Vilhjálmur er væntanlega að vísa til rannsóknarskýrslu Alþingis sem sérstakur saksóknari hefur til skoðunar. En ég held að hann sé að leggja að jöfnu almennar ályktanir sem rannsóknarnefndin setti fram í skýrslu sinni um endurskoðendur bankanna. Það er engin rannsókn á KPMG í gangi,“ segir Jón S. Helgason, endurskoðandi hjá KPMG. Vilhjálmur Bjarnason, framkvæmdarstjóri Samtaka fjárfesta og hluthafi í Icelandair Group, lagði nýlega fram tillögu um að Icelandair Group kjósi sér nýja endurskoðendur.

Viðskiptablaðið sagði frá tillögu Vilhjálms í síðustu viku. Ástæðan er sú, að sögn Vilhjálms, að núverandi endurskoðendur samstæðunnar sæti nú sakamálarannsókn hjá embætti sérstaks saksóknara og að Jón S. Helgason, endurskoðandi KPMG, hafi á sínum tíma verið endurskoðandi FL Group. Vilhjálmur segir að Jón hafi ekki gætt hagsmuna lánveitenda FL Group. Því sé rétt og eðlilegt að skipt verði um endurskoðendur félagsins.

-Nánar í Viðskiptablaðinu