Persónuvernd hefur úrskurðað í máli vegna kvörtunar sem barst yfir því að leitarvélin Google hafnaði að fjarlægja niðurstöðu leitar á vefleitarfél sinni. Vefleitin hafði vísað á frétt um dóm í sakamáli á hendur kvartanda, en hann hafði þar verið dæmdur til skilorðsbundinnar fangelsisrefsingar fyrir fjármunabrot.

Vísað er til þess að líta verði til lögmætra hagsmuna netnotenda af að hafa aðgang að upplýsingum, en þá hagsmuni verði að vega og meta andspænis hagsmunum hins skráða í tengslum við vinnslu persónuupplýsinga um sig. Niðurstaða slíks hagsmunamats geti, samkvæmt dóminum, oltið á eðli viðkomandi upplýsinga, því hversu nærgöngular þær geti talist og hagsmunum almennings af aðgengi að upplýsingum.

Niðurstaða persónuverndar var á þá leið að vega þurfi réttinn til tjáningarfrelsis andspænis réttinum til friðhelgi einkalífs, en bæði réttindi eru vernduð í stjórnarskrá og Mannréttindasáttmála Evrópu. Persónuvernd segir að atvik í þessu máli séu ekki á þann hátt að banna eigi vefleitarvél að veita aðgang að upplýsingunum.

Google er því ekki skylt að fjarlægja niðurstöðu leitarinnar á vefleitarvél sinni.