Upphaflegar áætlanir eigenda MP banka um vöxt efnahagsreikningin og stækkun bankans með auknu fjármagni og skráningu hans á markað á þessu ári reyndust ekki raunhæfar. Brugðist hefur verið við þessu með því að aðlaga reksturinn og starfsáherslur að minni efnahags en gert hafði verið ráð fyrir. Sökum þessa var í október svið sameinuð og stöðugildum fækkað um 15%.Útibúi bankans í Borgartúni var jafnframt lokað, eignaleigusviðið Lykill selt og hlutur bankans í rekstrarfélaginu Gamma.

Fram kemur í afkomutilkynningu MP banka að viðskiptavild bankans hafi verið færð niður að fullu og nemur afskrift hennar 772 milljónum króna. Þessa skilaði sér í því að tap MP banka á síðasta ári nam 477 milljónum króna borið saman við 251 milljóna króna hagnað árið 2012.