Tór Einarsson, prófessor við viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands, telur að ekki séu sterk rök fyrir frekari hækkun stýrivaxta þrátt fyrir yfirvofandi verðbólguskot sem muni færa verðbólgu í tveggja stafa tölu.

„Ástæðan er sú að hér er ekki dæmigerð „þensluverðbólga“ á ferð. Miklu heldur verðbólga, sem er merki um lok þenslu,“ segir hann í skriflegu svari sínu til Viðskiptablaðsins.

Hann telur þó á sama tíma erfitt að gagnrýna allra síðustu stýrivaxtahækkanir Seðlabankans þótt gagnsemi þeirra blasi ekki við. Þá telur hann að það sem gagnast myndi nú og síðar væri að fylgja fram komnum hugmyndum um að stækka enn frekar gjaldeyrisforða Seðlabankans og gera skiptasamninga við seðlabanka grannlandanna.

_____________________________________

Í Viðskiptablaðinu í dag má finna ítarlegri umfjöllun um þetta mál. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum. Þeir áskrifendur sem ekki hafa sótt um aðgangsorð til að lesa blaðið á vefnum geta gert það hér .