*

mánudagur, 6. desember 2021
Innlent 19. febrúar 2016 10:24

Ekki samstaða um sölu Landsbankans

27% aðspurðra þingmanna vilja selja hlut ríkisins í Landsbankanum. 46% þingmanna vilja ekki selja hlutinn.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Lítill vilji er innan Framsóknarflokksins fyrir sölu ríkisins á 28,3% hlut í Landsbankanum. Kjarninn spurði nýlega alla 63 þingmenn Alþingis hvort þeir væru hlynntir sölunni á þessu ári. 45 af 63 þingmönnum svaraði en 18 vildu ekki svara. Allir þingmenn Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata svöruðu og allir nema einn svöruðu hjá Samfylkingunni.

27% aðspurðra þingmanna vildu selja hlutinn á þessu ári, 27% vildu ekki svara og 46% þingmanna vildu ekki selja hlutinn.

Allir þeir þingmenn Sjálfstæðisflokksins sem svöruðu fyrirspurn Kjarnans vildu selja hlutinn en af þeim þingmönnum Framsóknarflokksins sem svöruðu Kjarnanum vildi aðeins einn þeirra selja hlutinn, Willum Þór Þórsson. Enginn Pírati, enginn þingmaður Vinstri grænna og enginn þingmaður Samfylkingarinnar vilja selja hlut ríkisins í Landsbankanum. Helmingur þingmanna Bjartrar framtíðar vilja selja hlutinn.