Skattaeftirlit verður undanskilið 1,5% hagræðingarkröfur hins opinbera og munu stofnanir sem sinna þeim verkum geta látið vita ef þörf er á frekari fjárveitingu. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, tók undir það með Helga Hjörvari, þingmanni Samfylkingarinnar, í óundirbúnum fyrirspurnartíma, að hver króna sem varið er í hert skattaeftirlit skapi tekjur og hafi það skilað miklum árangri.

Helgi spurði jafnframt ráðherra hvort aflað hafi verið uppýsinga um hugsanleg undanskot Íslendinga frá skatti í aflandslöndum og skattaskjólum.

Bjarni svaraði því til gera verði greinamun verði að gera á því hvort um löglega starfsemi sé að ræða á slíkum stöðum og þar sem skotið er fram hjá skattayfirvöldum og slíkar aflandseyjar nýttar til að komast hjá skattskilum. Ekki hafi þó verið gerðar ráðstafanir til að kalla eftir upplýsingum þaðan. Það sé í höndum skattstjóra.