Ekki er rétt að héraðsdómur hafi valdið réttarspjöllum með því að upplýsa ekki um ættartengsl sérfræðs meðdómara í Aurum-málinu. Sverrir Ólafsson, meðdómari í því, er bróðir Ólafs Ólafssonar, fjárfestis og eins af sakborninum í Al Thani-málinu svokallaða. Bæði málin voru á borði sérstaks saksóknara. Sakborningar voru sýknaðir í Aurum málinu í síðustu viku. Ólafur hlaut hins vegar þriggja og hálfs árs dóm í hinu málinu. Guðjón S. Marteinsson, dómsformaður Aurum-málinu, segir í samtali við Fréttablaðið í dag að sem dómsformaður eigi að gæta að hæfi sérfróðs meðdómsmanns.

Rifjað er upp í Fréttablaðinu í dag að Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, hafi sagst mundu hafa mótmælt skipan Sverris sem sérfróðs meðdómara í Aurum-málinu ef hann hefði vitað að Sverrir er bróðir Ólafs.

„Það var gert eins og lög áskilja. Meðdómsmaður hefur enga tilkynningaskyldu út á við. Ef málflytjendur eru ósammála dómsformanni um hæfi meðdómsmanns geta þeir gert athugasemdir. Sé það ekki gert er ekki við dóminn að sakast,“ segir Guðjón.