Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, segir grunnsviðsmynd Icelandair ekki sé gert ráð fyrir að félagið þurfa að draga á 16,5 milljarða króna lánalínu Íslandsbanka og Landsbankans með 90% ríkisábyrgð heppnist hlutafjárútboð félagsins í september. „Lánalínan sem ríkið ábyrgist er hugsuð til þrautavara. Grunnmyndin byggir á því að ekki verði dregið á þá línu. Ef ástandið sem er uppi í dag varir fram á næsta haust þá þyrftum við væntanlega að draga á línuna," segir Bogi.

Félagið gerir ráð fyrir að flugumferð hefjist á ný að einhverju ráði næsta vor og aukist í hægum skrefum fram til ársins 2024 þegar það nálgist sömu umsvif og árið 2019. Sviðsmyndin gerir ráð fyrir hagnaði af rekstrinum strax árið 2022. Á tímabilinu stefnir Icelandair á að halda eiginfjárhlutfalli félagsins um 20-25% og lausafjárstaðan dugi fyrir þriggja mánaða rekstrarkostnaði og fari ekki undir 60 milljónir dollara að því gefnu að útboðið gangi útboðið eftir. Gangi útboðið hins vegar ekki eftir mun lausfé félagsins að óbreyttu klárast á næstu mánuðum.

Nánar er rætt við Boga í Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð , aðrir geta skráð sig í áskrift hér .