Ráðning Árna Odds Þórðarsonar, stjórnarformanns Eyris Invest, felur ekki í sér breytingu á meginstefnu félagsins. Þetta segir IFS greining en starfsmenn fyrirtækisins hafa rætt við Árna Odd um ráðninguna.

IFS greining birtir viðbrögð við hinum skyndilegu forstjóraskiptum í dag. „Hinn nýi forstjóri leggur áherslu á að mannaskiptin boði ekki breytingu á meginstefnu félagsins heldur séu viðleitni til að færa reksturinn nær stefnu og markmiðum þess eftir langt tímabil þar sem markmið hafa ekki náðst,“ segir í Morgunpósti IFS.

Árni Oddur Þórðarson var stjórnarformaður Marel áður en hann tók við sem forstjóri. Eyrir Invest, sem er í eigu Árna Odds og föður hans, er eigandi að þriðjungshlut í Marel.