Ásgeir Jónsson, forstöðumaður greiningardeildar Kaupþings, segir í tilefni þess að hér á landi er nú 11,8% verðbólga að ef aðeins sé um að ræða gengisleka skipti kannski ekki öllu máli hvort hann komi fram á einum mánuði eða nokkrum.

Þá verði einnig að hafa í huga að gengi krónunnar hafi styrkst nokkuð frá því í mars sem gæti bent til þess að ekki væri eins mikið í farvatninu og reiknað hefði verið með.

„Þetta eru hins vegar orðnar mjög háar verðbólgutölur og ekki sú auglýsing sem við viljum fá."

_____________________________________

Nánar verður fjallað um málið í Viðskiptablaðinu á morgun. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum frá kl. 21:00 í kvöld. Þeir áskrifendur sem ekki hafa sótt um aðgangsorð til að lesa blaðið á vefnum geta gert það hér .