Þeir tveir aðilar, Virgin Group og Olivant Advisers, sem hafa lýst yfir áhuga á yfirtöku á breska bankanum Northern Rock, munu hafa árangurslaust reynt allar leiðir til að fjármagna kaupin án aðkomu ríkisins. Þetta kemur fram í frétt The Times, en þar segir jafnframt að mikill þrýstingur sé nú á Goldman Sachs, sem er ráðgjafi Northern Rock, um að finna lausn á málinu til að forðast það að bankinn verði þjóðnýttur. Sem kunnugt er hefur Northern Rock átt í umtalsverðum erfiðleikum í kjölfar undirmálslánakrísunnar.