Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, seigr að auka þurfi innflutning á kjöti vegna vaxandi straums ferðamanna. Á síðasta ári hafi velta innflytjenda aukist um 15 prósent vegna veitingahúsa. RÚV greinir frá.

Samkvæmt spám þarf að sjá tveimur milljónum ferðamanna fyrir mat á árinu, en samkvæmt tölum Hagstofunnar hefur innflutningur á nautakjöti aukist mjög mikið frá árinu 2008, úr 332 tonnum í 1.037 tonn.

„ Á síðasta ári sýnist okkur að það hafi verið 15% auking í veltu til veitingahúsanna, þannig að það er talsvert. En milliríkjaverslunin ótrufluð af viðskiptahindrunum sem stjórnmálamenn ákveða er bara mjög skilvirk í að bregðast svona við aukinni eftirspurn,“ segir Ólafur Stephensen.

„Innlenda framleiðslan á kjöti annar sko alls ekki aukinni eftirspurn, það þarf að flytja inn núna líklega helming af nautakjöti og talsvert drjúgt af svínakjöti og alifuglakjöti.“

Segir hann háa tolla og kvóta gera það að verkum að kjötið verði dýrara.