*

sunnudagur, 1. ágúst 2021
Innlent 10. maí 2013 12:29

Ekki til upp í kröfur á Selfossi

Veitingastaðurinn Riverside veitingar var úrskurðaður gjaldþrota í byrjun árs. félagið skuldar næstum 60 milljónir.

Ritstjórn

Engar eignir fundust upp í kröfur í þrotabú félagsins Riverside veitingar ehf. Lýstar kröfur námu rúmum 56,8 milljónum króna. Þar af námu samþykktar forgangskröfur 1,8 milljónum króna. Félagið rak veitingastað á Hótel Selfossi en var úrskurðað gjaldþrota í héraðsdómi Suðurlands í febrúar síðastliðnum, að því er fram kemur í Lögbirtingablaðinu í dag. 

Samkvæmt ársreikningi Riverside veitinga hafði reksturinn verið erfiður um nokkurt skeið. Félagið tapaði 21,7 milljónum króna árið 2011. Skuldir námu á sama tíma 45 milljónum króna. Mestu munaði um 13 milljóna króna viðskiptaskuldir og 18,5 milljónir af ýmsum skammtímaskuldum. Eigið fé var í lok ársins neikvætt um tæpar 21,3 milljónir.