Paul Bennet, framkvæmdastjóri hjá alþjóðlega hönnunarfyrirtækinu IDEO, segir í viðtali við Nordic Innovation að lönd eins og Ísland þurfi að bregðast hratt við ástandinu. Hann segir að ekki sé tími fyrir flækjustig eða akademíska íhugun. Viðskiptasmiðja Klaks og HR gefur út Nordic Innovation, nýtt tímarit um frumkvöðla, nýsköpun og hönnun á Norðurlöndunum. Ritstjóri blaðsins er Eyþór Ívar Jónsson, framkvæmdastjóri Klaks.

„Lönd eins og Ísland þurfa að bregðast við hratt, sérstaklega þegar þau eru í frjálsu falli eins og Ísland var. Það er ekki tími fyrir flækjustig, akademíska íhugun eða fyrirmyndarferli sem snúast ekki um að koma hlutum strax í gang. Og stjórnarhættir, hvort heldur er fyrirtækja eða þjóðar, þurfa að vera gagnsæir – ef fólk er að missa heimili sín og vinnu þá er ábyrgðarhluti að upplýsa fólk um hvað er verið að gera, óska eftir þátttöku þeirra og skapa verðmæti fyrir fólk til skemmri tíma. Þegar klukkan tifar, þá er svarið hraði og að fólk fái á tilfinninguna að framrás eigi sér stað. ... Óttinn við mistök kemur í veg fyrir aðgerðir,“ segir Bennet í viðtali við tímaritið.

Hægt er að lesa Nordic Innovation hér .