Einungis 21,1% Íslendingur treystir núverandi ríkisstjórn til að sjá um sölu á hlut ríkisins í bönkunum. Þetta kemur fram í skoðanakönnun sem var framkvæmd af Gallup fyrir þingflokk Pírata en greint er frá niðurstöðunum í Fréttablaðinu í dag.

Alls segjast 61,1% treysta stjórnarflokkunum illa til að sjá um söluna og 17,2% eru hlutlausir. Traust er minnst hjá háskólamenntuðum og hjá íbúum höfðuðborgarsvæðisins.

Samkvæmt fjárlagafrumvarpi næsta árs er gert ráð fyrir það þriðjungshlutur ríkisins í Landsbankanum verði seldur og að ríkið ætli sér að fá um 70 milljarða króna fyrir þann eignarhlut.

Spurt var: Hversu vel eða illa treystir þú núverandi ríkisstjórn til að sjá um sölu á hlut ríkisins í bönkum? Úrtakið voru 1.433 manns og svarhlutfall var 61,5%.