"Ég get ekk upplýst um forsendur verðlagningarinnar á lánasöfnunum að svö stöddu. Nánar verður farið yfir það ferli sem staðið hefur yfir frá því í fyrrasumar, á kröfuhafafundi 17. mars nk.," sagði Hlynur Jónsson í samtali við Viðskiptablaðið. Íslensk fasteignaveðlán Dróma hf., áður Spron og dótturfyrirtækis þess Frjálsa fjárfestingabankans, voru seld til Íbúðalánasjóðs í gær fyrir 16 milljarða króna. Stjorn Íbúðalánasjóðs samþykkti kaupin á fundi sínum á fimmtudag.

Verðmiðinn tekur mið af verðmati á lánasöfnunum sem unnið hefur verið að síðan í fyrra, að sögn Hlyns. Hann vildi ekki upplýsa um hver hefði unnið verðmatið á lánasöfnunum, en sagði að nánar yrði farið yfir þau mál á kröfuhafafundinum 17. mars.

Í kjölfar kaupanna er gert ráð fyrir að endurskoðuð útgáfuáætlun Íbúðalánasjóðs muni leiða til þess að útgáfa sjóðsins á íbúðabréfum verði aukin um allt að 8 milljarða króna að nafnverði á þessu ári. Endurskoðaðar áætlanir ÍLS verða birtar fyrir 15. Mars næstkomandi, samkvæmt tilkynningu Íbúðalánasjóðs til kauphallarinnar.