Ríkisendurskoðun telur að starfsvið embættisins nái ekki til mögulegrar rannsóknar á fjárfestingaleið Seðlabanka Íslands. Fyrir Alþingi liggur þingsályktunartillaga um að skipuð verði rannsóknarnefnd til að fara meðal annars yfir árangur af leiðinni, uppruna fjármagnsins og hvort leiðin hafi verið misnotuð.

Milli umræðna var skoðað hvort rétt væri að fela ríkisendurskoðanda þetta hlutverk en í umsögn hans við tillöguna segir að beiðnin falli utan verksviðs hans samkvæmt lögum. Skúli Eggert Þórðarson er ríkisendurskoðandi.