Landsbankinn hefur á síðustu misserum keypt og safnað gjaldeyri til þess að mæta endurgreiðslum af skuldabréfi sem nýi Landsbankinn gaf út til hins gamla við skiptingu þeirra. Gjaldeyriskaup bankans komu til tals á síðasta stýrivaxta­ fundi Seðlabankans. Arnór Sig­hvatsson aðstoðarseðlabankastjóri benti á að lánið sé ekki vandamál takist bankanum að endurfjármagna það. Sú endurfjármögnun byggi þó á því að Landsbankinn hafi aðgang að erlendum lánsfjár­ mörkuðum.

Már Guðmundsson seðlabanka­stjóri sagði að Seðlabankinn geri ekki athugasemdir við uppsöfnun Landsbankans á gjaldeyri til þess að mæta greiðslum af láninu frá gamla bankanum. Már var spurð­ur hvort ekki skorti á samræmi milli Seðlabankans og annarra opinberra aðila við endurgreiðslur erlendra lána í ljósi þess að áhrif til veikingar krónunnar geti verið töluverð. Már sagði slíka samhæf­ingu í gangi og ítarlega sé rætt við Landsbankann um stöðuna.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér að ofan undir liðnum Tölublöð.