Samkeppniseftirlitið telur ekki að samruni 365 miðla og Konunglega kvikmyndafélagsins, sem rak sjónvarpsstöðvarnar Miklagarð og Bravó, hafi í för með sér aukningu á hlutdeild 365 miðla á mörkuðum málsins. Ekki séu að öðru leyti forsendur til að aðhafast vegna málsins.

Í ákvörðuninni er þó ítrekað það sem kom fram í ákvörðun eftirlitsins um kaup 365 miðla á eignum D3 miðla ehf., að 365 miðla á ýmsum undirmörkuðum fjölmiðlamarkaðar sé mjög sterk. Fyrirtækinu beri því að gæta vel að sér, enda geta samningar og önnur hegðun þeirra orðið til þess að hindra að keppinautar þeirra nái að vaxa og dafna og efli þar með samkeppni.