*

mánudagur, 15. júlí 2019
Innlent 24. júní 2019 10:41

Ekki verið hærra í 15 mánuði

Bitcoin virðist vera að taka við sér á rafmyntarmörkuðum eftir að myntin hrundi í verði.

Ritstjórn
epa

Gengi rafmyntarinnar Bitcoin hækkaði um ríflega 10% yfir síðastliðna helgi og stendur nú í 10.960 dollurum. Samkvæmt frétt Reuters náði gengi myntarinnar 11.247 dollurum í nótt og hefur gengið ekki verið hærra síðan í mars á síðasta ári. 

Gengi rafmyntarinnar hefur verið á flugi síðustu misseri eftir samfellda lækkun frá desember 2017 þegar myntin náði sögulegu hámarki sínu í rúmlega 17.000 dollurum til desember á síðasta ári. Á síðustu sjö dögum hefur gengi Bitcoin hækkað um 17% en gengið hefur tæplega þrefaldast það sem af er ári.

Samkvæmt frétt Reuters eru nýlegar hækkanir tengdar við bjartsýni spákaupmanna í kring um að væntanleg rafmynt Facebook, Libra, verði til þess að fleiri stórfyrirtæki muni taka upp rafmyntir. Þá eru hækkanirnar einnig tengdar við stöðu í alþjóðastjórnmálum eins og viðskiptastríð Bandaríkjanna og Kína auk spennu í Mið-Austurlöndum.

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is