Ekki á að nota allt sparifé fjölskyldunnar til að fjárfesta né setja öll eggin í sömu körfuna. Þetta segir Baldur Thorlacius, forstöðumaður eftirlitssviðs Kauphallarinnar, sem mun fjalla um fjárfestingar á Kauphallardeginum á morgun.

Kauphallardagurinn er fjölskyldu- og fræðsludagur þar sem verður boðið upp á tólf örnámskeið ásamt afþreyingu fyrir börn og fullorðna. Kauphallardagurinn er samstarfsverkefni Háskólans í Reykjavík og Kauphallarinnar.