Slitastjórn Kaupþings fann ekkert vínflöskusafn í kjallara 271 fermetra geymsluhúsnæðis í eigu þeirra Ingólfs Helgasonar, fyrrverandi forstjóra Kaupþings á Íslandi, og Steingríms P. Kárasonar, fyrrverandi forstöðumaður áhættustýringar bankans.

Slitastjórnin hefur um margra mánaða skeið reynt fá heimild til að fara inn í húsnæðið. Þá heimild veitti sýslumaðurinn í Reykjavík ekki. Slitastjórnin fékk eignina kyrrsetta í fyrra og hefur verið barist um lyklavöldin að kjallaranum fyrir dómsstólum. Hæstiréttur opnaði hins vegar fyrir aðganginn í næstu viku.

Í Fréttablaðinu í dag er haft eftir að Jóhannesi Bjarna Björnssyni, lögmanni Steingríms, sem var viðstaddur þegar farið var inn í húsnæðið í fyrradag, að í iðnaðarhúsnæðinu hafi ekkert fundist af eðalvínum. Þar voru hins vegar búslóðir þeirra Ingólfs og Steingríms, sem báðir fluttur til Lúxemborgar eftir að bankinn fór í þrot haustið 2008, og bilaður bíll árgerð 2004. Slitastjórnin taldi búslóðirnar ekki verðmætar.