Þótt sæstrengur verði lagður héðan til Bretlands eða annarra landa þá er ekki sjálfgefið að arðurinn af honum skili sér hingað. Þetta verður að tryggja snemma í samningaferlinu þegar og ef sæstrengur verður lagður, að sögn Harðar Arnarsonar, forstjóra Landsvirkjunar.

Nokkuð var rætt um lagningu sæstrengs héðan til raforkusölu. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, sagði á ársfundinum sem nú stendur yfir, að horfa verði til þess hver ávinningur þjóðarbúsins verður af  lagningu sæstrengsins.