Óvíst er hvað varð um stóran hluta af þeim 656 milljóna króna hagnaði fjórmenninganna sem sérstakur saksóknari hefur ákært fyrir brot á gjaldeyrislögum. Talið er að lítill hluti hagnaðist hafi komið hingað til lands en megnið verið skilinn eftir erlendis.

Fréttablaðið fjallað um málið í dag og vitnar í ákæru í málinu á hendur þeim. Hún var gefin út 22. mars síðastliðinn. Málið hefur verið í rannsókn í þrjú ár en á sameiginlegum blaðamannafundi Seðlabankans, Fjármálaeftirlitsins og efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra var tilkynnt um handtöku mannanna fjögurra og kyrrsetningar á eignum þeirra.

Fjórmenningarnir eru Karl Löve Jóhannsson, Gísli Reynisson, Markús Máni Michaelsson Maute og Ólafur Sigmundsson. Þeir eru ákærðir fyrir að hafa haft milligöngu um gjaldeyrisviðskipti án leyfis og fyrir að hafa staðið í ólöglegum viðskiptum með gjaldeyri fyrir rúma 14 milljarða króna árið 2009, þ.e. eftir að gjaldeyrishöft voru sett á. Fréttablaðið segir mennina hafa skipt gjaldeyri í íslenskrar krónur fyrir 84 viðskiptavini á hagstæðari kjörum en í boði var hjá fjármálastofnunum hér á landi. Krónurnar fluttu þeir frá félaginu Aserta í Svíþjóð til Íslands í 748 skipti.

Fréttablaðið segir meirihluta viðskiptanna hafa átt sér stað eftir að gjaldeyrishöft voru sett á. Hins vegar eru þeir ákærðir fyrir viðskipti sem áttu sér stað fyrir innleiðingu gjaldeyrishafta en þeir eru á þeim tíma hafa starfað án leyfis.