Vinnuhópar á vegum velferðarráðuneytisins mun á næstu vikum skila niðurstöðum varðandi mat ráðgjafafyrirtæksins sem fyrr í vetur tók út heilbrigðisþjónustu á Íslandi.

Eins og Viðskiptablaðið greindi þá frá var óheft aðgengi Íslendinga að sérfræðilæknum gagnrýnt og sagði meðal annars að fjármunum væri illa varið í heilbrigðisþjónustu með því greiðslufyrirkomulagi sem nú er í gildi.

Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra segist ekki gera ráð fyrir viðamiklum breytingum enda heilbrigðisþjónustan ekki þess eðlis að henni megi umbylta.

Ítarlega var fjallað um málið í síðasta tölublaði Viðskiptablaðsins. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér að ofan undir liðnum tölublöð.