Kviðdómur í Flórída hefur dæmt ekkju manns sem keðjureykti 23 milljarða bandaríkjadala í refsibætur, eða sem nemur 2600 milljörðum íslenskra króna. Maðurinn hennar lést af völdum lungnakrabbameins fyrir 18 árum og nú er tóbaksframleiðandanum RJ Reynolds gert að borga henni þessar bætur

Þetta eru hæstu bætur sem hafa verið greiddar vegna máls af þessu tagi. Johnson, maður konunar, var bílstjóri sem lést af völdum lungnakrabbameins árið 1996 þá 36 ára gamall. Hann hafði reykt frá 13 ára aldri og reykti fram að dánardegi sínum.

Tóbaksframleiðandanum var gert að greiða konu hans og barni 7,3 milljónir bandarískra dollara, eða sem nemur um 800 milljónum íslenskra króna, í skaðabætur auk þess að greiða syni hans af öðru sambandi 9,6 milljónum bandarískra dollara eða sem nemur milljarði íslenskra króna í skaðabætur.

RJ Reynolds verður einnig gert að greiða 23,6 milljarða dollara, eða sem nemur 2600 milljörðum íslenskra króna, í refsibætur.