Blaðamenn danska dagblaðsins Ekstra Bladet stóðu á dögunum fyrir söfnun fyrir íslenska hagkerfið. Þeir komu sér fyrir við inngang Magasin Du Nord, sem er í eigu íslenska fjárfesta.

Blaðamennirnir voru íklæddir lopapeysur og með söfnunarbauka merkta íslenska fánanum. Þar stóðu þeir síðan og báðu gesti og gangandi um framlög. Að lokum söfnuðust á fjórða hundruð danskra króna.

Ekstra Bladet stóð á sínum tíma í málaferlum við Kaupþing og tapaði, en blaðið stóð fyrir greinaflokki um íslenskt fjármálalíf árið 2006.

Myndband af söfnun Ekstra Bladet má sjá hér .