Endanlegar tillögur Samráðsvettvangs um aukna hagsæld eiga að liggja fyrir í september næstkomandi. Tveir til þrír fundir verða haldnir fram að þeim tíma, sá næsti í fyrri hluta maí­ mánaðar, að loknum alþingiskosningum. Fjórir vinnuhópar vinna að næstu tillögum sem snúa að rekstri hins opinbera, auðlindageiranum, alþjóðlega geiranum og innlenda þjónustugeiranum.

Samráðsvettvangurinn, sem samanstendur af leiðtogum allra stjórnmálaflokka á þingi, forstjór­um stórra fyrirtækja og forystu­ mönnum á vinnumarkaði, hittist í annað sinn í síðustu viku. Þar voru kynnt háleit markmið um uppgang efnahagslífsins til 2030 og mikla lækkun ríkisskulda. Fjallað var um tillögurnar í síðasta tölublaði Við­ skiptablaðsins og greint frá þeim níu leiðum sem lagðar voru til.

Ragna Árnadóttir, formaður sam­ ráðsvettvangsins, segir að á fundinum hafi verið farið yfir efni til­ lagnanna og kostur gefist á að bera fram sín sjónarmið og gera athuga­semdir. Atkvæðagreiðsla var haldin um tillögurnar og samkvæmt upp­lýsingum Viðskiptablaðsins voru þær „samþykktar“. Ragna segir þó að atkvæðagreiðslan hafi ekki á neinn hátt verið skuldbindandi og hafi aðeins verið lausleg skoðana­könnun á hljómgrunni tillagnanna.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér að ofan.