Elon Musk og teymið hans hjá Space X hefur náð miklum framförum í eldflaugasmíði. Starfseminni fylgir þó talsverð áhætta og sprakk ein af Falcon 9 eldflaugum fyrirtækisins í loft upp fyrr í dag.

Eldflaugin sprakk þegar verið var að undirbúa hana fyrir helgina, en hún átti að fara á loft upp á laugardaginn. Eldflaugin átti að bera samskiptagervihnött á sporbaug og hefur félagið nú þegar skotið nokkrum þannig upp frá skotpalli sem staðsettur er í Flórída á Canavarealhöfða.

Líklegt er að eldflaugin sé sprakk, hafi verið eldflaug sem tekist hafði að lenda fyrir stuttu. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem eldflaug frá fyrirtækinu lendir í óhappi, enda eru eldflaugaskot sem þessi á fyrstu stigum þróunar.

Það verður spennandi að sjá hvort að fyrirtækið nái að viðhalda reglulegum geimskotum næstu árum. Þróunin hefur verið gífurleg, og telst það nánast vera kraftaverk að lenda eldflaugum sem þessum aftur á jörðinni og það uppréttum.