Eldgos er hafið við Fagradalsfjall á Reykjanesskaga. Eftir mikla jarðskjálftavirkni undanfarnar vikur á Reykjanesskaga er byrjað að gjósa. Gosið er það fyrsta á Reykjanesskaga frá því á 13. öld.

Jarðskjálftahrinan hafði staðið í tæplega mánuð á meðan kvikan þrýsti sér nær yfirborði jarðar.

Almannavarnir brýna fyrir fólki að fara ekki á staðinn en lögregla og þyrla Landhelgisgæslunnar eru að kynna sér aðstæður á svæðinu. Vísir greinir frá því að Reykjanesbrautinni hafi verið lokað tímabundið.

Veðurstofan hefur birt fyrsta myndbandið af eldgosinu úr lofti sem tekið er úr þyrlu Landhelgisgæslunnar.

Þá hefur Veðurstofan einnig birt mynd af eldgosinu úr þyrlu Landhelgisgæslunnar en talið er að gossprungan sé um 200 metra löng.

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir að ekki sé von á að eldgosið hafi verulega áhrif á flugumferð frá svæðinu þar sem eldgos á Reykjanesi skapi ekki jafn mikla ösku og eldgos sem hefjast undir jökli.

Næsta flug frá Keflavíkurflugvelli er vél Wizz Air til Varsjár og á að taka á loft klukkan 01:10 í nótt er enn skráð á áætlun samkvæmt vef Isavia.

Fylgjast má með streymi úr nokkrum stöðum á Reykjanesinu þar sem sjá má í bjarma af eldgosinu í spilaranum hér að neðan:

Víkurfréttir greindu frá því að gos væri hafið.

Mynd tekin frá Reykjanesbæ fyrir 5 mínútum.

Posted by Víkurfréttir on Friday, 19 March 2021