Skrifstofa Eurocontrol í Brussel gerir ráð fyrir að um helmingur flugs í Evrópu verði komið í samt lag síðdegis á morgun vegna minnkandi gosösku frá Eyjafjallajökli í háloftunum. Í frétt BBC segir að flugvélar hafi verið að fara í loftið frá París, Amsterdam og Frankfurt á þessum sjötta degi frá því flugbann var sett á í lofthelgi fjölmargar ríkja í Evrópu. Er tekið fram að flugfarþegar hafi klappað um borð í vélunum þegar þær komust loks í loftið. Enn halda þó flest flugfélög kyrru fyrir.

Eurocontrol gerir ráð fyrir að um 14.000 flug af um 27.500 daglegum flugferðum verði komin í gang seinni partinn á morgun. Hjá Flugumgerðastjórn Evrópu eru menn orðnir bjartsýnir á að ástandið komist í samt lag á nokkrum dögum, en 95.000 flugferðir hafa verið felldar niður síðan á miðvikudag í síðustu viku.