Hlutabréf eru tekin að falla ört í  norrænum flugfélögum vegna eldgossins í Eyjafjallajökli.

Greint er frá því að vefsíðu E-24 í Noregi að hlutabréf í SAS hafi fallið mest eða um 6,5% og bréf í norska félaginu Norwegian hafi fallið um 3%.

Þá er haft eftir Tore Østby sem starfar við greiningar á markaði að Norwegian sé að tapa 7-8 milljónum norskra króna á dag í fastan kostnað  vegna eldgossins á Íslandi.

Þar að auki komi ýmis kostnaður vegna farþega þannig að heildartapið á dag geti numið um 10 milljónum norskra króna á dag eða um 214 milljónum íslenskra króna.