Kostnaður og tekjutap Icelandair Group vegna eldgossins í Grímsvötnum er talið nema um 300 milljónum króna. Yfirvinnubann flugmanna kostaði félagið sambærilega fjárhæð. "Aðgerðir þeirra komu á versta tíma þar sem þjálfun nýrra flugmanna hafði seinkað vegna eldgossins," segir Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group.

Ársfjórðungsuppgjör Icelandair Group var birt í gær. Þar kom fram að hagnaður Icelandair Group eftir skatta á ársfjórðungnum nam um 400 milljónum króna, samanborið við tap upp á um 200 milljónir á sama tíma í fyrra.