Eldhestar ehf. hagnaðist um 29,6 milljónir króna eftir skatta árið 2013 og jókst hagnaðurinn um 18,6 milljónir milli ára.

Eignir félagsins námu um síðustu áramót tæpum 437 milljónum króna en skuldir voru 297 milljónir króna. Var eigið fé félagsins því jákvætt um 154 milljónir króna.

Stjórn félagsins lagði til að greiddur yrði arður upp á tæpar 6 milljónir króna til hluthafa vegna rekstrarársins 2013.

Eldhestar eru að stærstum hluta í eigu Hróðmars Bjarnasonar og Sigurjóns Bjarnasonar, sem eiga hvor um sig 21,1% í fyrirtækinu, og Þorsteins Hjartarsonar sem á 11,87%.