Kerskálar, þurrhreinsistöðvar, steypuskálar og skautsmiðja álversins í Straumsvík misstu straum á þriðja tímanum í dag þegar eldingu sló niður í Búrfellslínu 3. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Rio Tinto Alcan.

„Allir þrír kerskálarnir eru um það bil að komast á fullt afl. Tvær af þremur þurrhreinsistöðvum eru komnar í fullan rekstur. Sú þriðja er á hálfu afli og gert er ráð fyrir að hún komist í fullan rekstur innan tíðar. Að óbreyttu verður því ekki um frekari uppfærslur að ræða að sinni,“ segir í uppfærðri fréttatilkynningu á vefsíðu Rio Tinto Alcan.