(SKIP.IS) Mikil tímamót hafa orðið í norskum sjávarútvegi því nú á fyrstu fimm mánuðum ársins er útflutningsverðmæti eldisfisks í fyrsta skipti meira en fisks sem veiddur er á hefðbundinn hátt.

Samkvæmt nýjum tölum norska útflutningsráðsins fyrir sjávarafurðir voru fluttar utan sjávarafurðir á fyrstu fimm mánuðum ársins fyrir alls 13,5 milljarða NOK eða jafnvirði 163 milljarða ísl. króna. Útflutningurinn skiptist þannig að verðmæti afurða eldisfisks námu 6,9 milljörðum NOK en afurðir úr villtum fiski námu 6,6 milljörðum.

Útflutningsverðmæti norskra sjávarafurða hefur aukist um 1,2 milljarða NOK á milli ára eða um 13,5%.

Reyndar fellur íslenska krónan það hratt gagnvart þeirri norsku þessa dagana, eins og flestum öðrum gjaldmiðlum, að í gær hefðu 13,5 milljarðar NOK samsvarað um 147 milljörðum ísl. króna