Icelandair lækkaði eldsneytisálag um nærri þriðjung í lok febrúar og er það nú um helmingi lægra en það var í lok árs 2014. Þá nam gjaldið í Evrópuflugi 9.200 kr. en 16.400 krónum ef flogið var frá Íslandi til N-Ameríku. Núna er álagið 4.600 krónur þegar flogið er til evrópskra áfangastaða Icelandair en 8.100 kr. í flugum félagsins til Norður-Ameríku. Túristi greinir frá.

Á sama tíma og eldsneytisálag hefur lækkað um heliming á síðastliðnu ári þá hefur verð á flugvélabensíni  lækkað um 40%  samkvæmt upplýsingum á heimasíðu IATA, alþjóðlegra samtaka flugfélaga. Gengi Bandaríkjadals hefur þó styrkst á sama tíma og vegur það á móti lækkuninni.

Kaup á flugvélabensíni vegur þungt í rekstri flugfélaga en oftast eru gerðir framvirkir samningar um kaup á bensíni. Með því eru flugfélögin vörð gegn miklum hækkunum á olíu, en slíkir samningar geta þó verið óhagstæðir ef olíuverð lækkar mikið á samningstímanum.