Hlutabréf í Asíu lækkuðu töluvert í morgun og hafa nú ekki verið lægri í sjö vikur að sögn Bloomberg fréttaveitunnar. Þá var einnig nokkur lækkun á ýmsum hráefnum, svo sem kopar og gúmmí.

MSCI vísitalan, sem inniheldur flestar af stærri vísitölum Asíu, lækkaði um 3% í dag.  Hvað varðar hrávörurnar þá féll kopar í verði um 2,4% og gúmmí um rúm 7% á helstu mörkuðum Asíu.

Í Japan lækkaði Nikkei vísitalan um 2,9%, í Suður Kóreu lækkaði Kospi vísitalan um 3,5% og í  Ástralíu féll S&P200 vísitalan um 2,4%.

Þá lækkaði Hang Seng vísitalan í Hong Kongn um heil 4,4%.