Nokkur lækkun varð á mörkuðum í Evrópu í dag og hafa ekki verið lægri í tvö og hálft ár, en gengi hlutabréfa hefur verið að lækka út um allan heim í dag.

Þannig lækkaði FTSEurofirst vísitalan um 4,2% og FTSE 100 vístalan í London lækkaði um 3,85%.

Þá lækkaði DAX vísitalan í Frankfurt um 4,17% og AEX vísitalan í Amsterdam um 3,78%.

Á norðurlöndunum lækkaði OMC vísitalan í Kaupmannahöfn um 2,55% og OBX vísitalan í Osló um 3,48%.

Órói á bandarískum fjármálamörkuðum er talin helsta ástæða fyrir lækkun dagsins í Evrópu. Þannig hafa bankar og fjármálafyrirtæki lækkað nokkuð ört.

Neikvæðar fréttir af Siemens bættu ekki úr skák og segir viðmælandi Reuters að markaðurinn megi ekki við slíkum fréttum.