Ákvðið var á dögunum á fundi bæjarstjórnar Sandgerðisbæjar að veita eldri borgurum og örorkulífeyrisþegum með lögheimili í Sandgerði gjaldfrjálsan aðgang að sundlaug og þreksal í Íþróttamiðstöð Sandgerðis. Þetta kemur fram á vefsíðu sveitarfélagsins .

Sandgerðisbær býður einnig bjóða upp á stafgöngu og létta leikfimi fyrir eldri borgara bæjarins, en þeim örorkulífeyrisþegum sem hafa áhuga er velkomið að slást í hópinn. Þessar æfingar munu hefjast aftur í ágúst efitr sumarfrí.

Sandgerðisbær vonast til að sem flestir eldri borgarar og örorkulífeyrisþegar muni nýta sér tækifærið til aukinnar heilsueflingar.