Þingið í Venesúela hefur samþykkt nýja löggjöf sem veitir ríkinu meirihlutaeign í eldsneytisflutningafyrirtækjum landsins. Hugo Chavez, forseti Venesúela, segir þessar aðgerðir nauðsynlegar til að koma í veg fyrir að flutningafyrirtækin hagnist á háu olíuverði. Chavez segir alþjóðleg stórfyrirtæki hagnast á kostnað Venesúela.

Ríkisstjórn Venesúela hefur verið dugleg að þjóðnýta fyrirtæki í einkaeigu að undanförnu, þar á meðal stór olíufyrirtæki.

Stjórnvöld í Venesúela lofa bættri þjónustu í kjölfar ríkisvæðingarinnar, en gagnrýnendur aðgerðanna segja að þær muni hafa í för með sér lakari þjónustu við bensínstöðvar.

Þetta kemur fram í frétt BBC.