Innflutningur á bensíni hefur dregist saman um 10 þúsund tonn á fyrstu 7 mánuðum ársins samkvæmt tölum Hagstofu Íslands og um rúm 62 þúsund tonn á gasolíu.

Þannig voru flutt inn 80.636 tonn af bensíni frá áramótum til júlíloka 2010 á móti 90.694 tonnum á sama tíma 2009.

Á þessu tímabili 2008 voru flutt inn 97.156 tonn af bensíni og 95.115 tonn árið 2007. Innflutningur á gasolíu, sem bæði fer á skip og bíla, var fyrstu 7 mánuði þessa árs 154.225 tonn en 216.445 tonn á sama tímabili 2009.

Á fyrstu sjö mánuðunum 2008 voru flutt inn 215.558 tonn af gasolíu og 229.493 tonn árið 2007.