Hátt eldneytisverð hafði mikil áhrif á hagnað Ryanair á þriðja ársfjórðungi, segir í frétt BBC.

Hagnaður félagsins á fjórðungnum var 2,8 milljarðar á móti 2,6 milljörðum á sama tíma í fyrra.

Kostnaður Ryanair lækkaði þegar litið er á heildina. Aftur á móti hækkaði kostnaður um 3% á fjórðungnum vegna þess að eldneytiskostnaðurinn jókst um 59%.

Eldsneyti var keypt inn á föstu verði, 49$, allt til enda mars 2005. Flugfélagið vonast til þess að gera slíkt hið sama á næsta ári.

?Við munum halda áfram að fylgjast með kostnaðinum og gerum ráð fyrir því að kostnaðarlækkunin haldi áfram og muni, að hluta, minnka vægi olíuverðsins" segir Ryanair í tilkynningu.

Farþegafjöldi flugfélagsins jókst um 26% á fjórðungnum.

Félagið væntir þess að hagnaður verði 18,2 milljarðar á fjárhagsárinu.