Forstjóri stærsta olíufélags Rússland hefur varað við því að yfirvofandi eldsneytisskortur er í landinu, þrátt fyrir að það framleiði annað mesta magn af olíu í heiminum.

Igor Sechin hjá Rosneft segir að skorturinn gæti orðið allt að fimm milljónum tonna fyrir árið 2017. En landið framleiddi 38 milljón tonna af eldsneyti árið 2014.

Ástæða skortsins er meðal annars ný skattalög, verra efnahagsástand og viðskiptaþvinganir vestrænna ríkja gegn Rússlandi. Þetta eykur eldsneytiskostnað í landinu. Bensínverð hækkaði um 6,3% á fyrra helmingi ársins í Rússlandi.

Sechin hefur skorað á Pútín að bregðast við þessu máli með því að gefa olíframleiðendum skattafslátt. Hann segir að þetta myndi auka fjárfestingu í geiranum.