Bensín og dísilolíuverð hefur verið að hækka á Íslandi í kjölfar hækkana á heimsmarkaði en því til viðbótar bætast skattahækkanir ríkisstjórnarinnar. Algengasta sjálfsafgreiðsluverð á dísilolíu hjá Skeljungi í morgun er 213,40 krónur lítrinn. Þar er verðið á Shell V Power bensíninu komið í 213,60 krónur lítrinn. Hjá Olís er sjálfsafgreiðsluverðið á 95 oktana bensíni nú 213 krónur lítrinn og 213,40 á dísilolíunni.

Lægstu verð á bensíni í sjálfsafgreiðslu á höfuðborgarsvæðinu er nú 209,20 krónur lítrinn  hjá Orkunni og 209,30 krónur hjá Atlantsolíu. Á dísilolíunni er verðið lægst 211 krónur á lítra hjá Orkunni og 211,10 krónur hjá Atlantsolíu.