Eldsneytisverð hefur verið hátt víða um heim síðustu mánuði. Það hefur kostað að meðaltali um 3,74 sent á gallonið í síðasta mánuði en fór í rétt tæpa  4 dali víða um páskana. Á sumum stöðum vestra er verðmiðinn þó enn hærri, í kringum 4,45 dali á gallonið eins og í Chicago. Meðalverðið gerir frá tæpum 120 til rúmra 140 króna á lítrann og þykir mörgum nóg um.

Til samanburðar er algengasta verðið fyrir 95 oktana bensín frá 268 til 269,9 krónum á lítrann hér á landi og hefur annað eins ekki sést.

Bloomberg-fréttaveitan segir m.a. í umfjöllun sinni um málið í dag eldsneytisverðið hafa hækkað í takt við verðþróun á heimsmarkaði. Það stendur nú í rúmum 100 dölum á tunnu og megi búast við að það fari ekki mikið hærra. Sérfræðingar segja verðið ráðast af því hvernig friðarumleitunum í Miðausturlöndum vindur fram sem og því hvernig gangi að fá Írani til að hætta kjarnorkuáætlun sína á hilluna. Þá skiptir máli hversu mikil eftirspurn verður eftir eldsneyti í sumar. Verði hún mikil þegar sól verður hvað hæst þá gengur á birgðir og ýtir það verðmiðanum ofar.