Brett Vigelskas, framkvæmdastjóri Costco, segir verðið á eldsneyti hjá fyrirtækinu vera komið til að vera, en fyrirtækið sem opnar vöruhús sitt í Kauptúni á morgun, hóf í gær að selja eldsneyti við verslunina.

„Við erum ekki að selja eldsneyti undir kostnaðarverði. Okkar markmið er að selja hágæðavöru á sem besta verði,“ segir Vigelskas í samtali við Vísi. Verðið á bensínstöðvum Costco í Kauptúni eru 169,90 krónur á lítrann á 95 oktana bensíni og svo er dísilolían seld á 164,90 krónur lítirinn.

Eins og Viðskiptablaðið hefur fjallað um hafa verð á hlutabréfamörkuðum í kauphöllinni lækkað töluvert í morgun, þar hvað mest N1, en einnig hefur gengi bréfa Skeljungs lækkað töluvert, sem og Haga og Icelandair.