*

mánudagur, 16. maí 2022
Erlent 20. júlí 2016 16:17

Eldur í 75 hæða skýjakljúfi

Eldur kviknaði í íbúðarturni í Dubai í Sameinuðu arabísku furstadæmunum og breiddist hratt út eftir eldfimri klæðningu.

Eldur kviknaði í 75 hæða íbúðarturni í Dubai og náði yfir 30 hæðir áður en var slökktur. Barst hann hratt upp með klæðningu turnsins sem og hann virðist jafnframt hafa náð inní sumar íbúðirnar.

Um 30.000 byggingar með samskonar klæðningu

Enginn lést í eldsvoðanum en sjónvarvottar lýsa miklum sprenginum og að ýmislegt rusl hafi hrunið úr turninum meðan eldurinn lék um efri hæðar byggingarinnar.

Var turninn rýmdur þegar eldurinn kviknaði, en þetta er einn margra eldsvoða sem leikið hafa um háhýsi Sameinuðu arabísku furstadæmanna undanfarna mánuði, en um 30.000 byggingar í landinu hafa svipaða klæðningu og turninn sem öryggissérfræðingar segja sé ábyrgt fyrir því hve hratt eldurinn náði að breiðast út.

Hér er hægt að sjá myndband af eldsvoðanum.